.

Thursday, November 25, 2010

Ráðstefna um Stafrænt Frelsi

Upphafsmaður Partalistans, Bjarni Rúnar, mun flytja fyrirlestur um nýjasta uppátækið sitt, PageKite, á ráðstefnu FSFÍ um stafrænt frelsi 2010, 1. desember næstkomandi á Háskólatorgi.

Fjöldi annarra áhugaverðra fyrirlestra eru á dagskrá og aðgangur er ókeypis.

Endilega látið sjá ykkur!

Saturday, May 8, 2010

Partalistinn á Facebook

Partalistinn er nú kominn með síðu á Facebook.

Markmiðið er að endurbirta auglýsingar þar líka, til að koma þeim í meiri dreifingu. Kannski gengur það upp og kannski ekki. Sjáum til!

Monday, February 1, 2010

Minniháttar bilun

Partalistinn lá niðri í nokkurn tíma, vegna þess að diskur fylltist. Undirritaður var á ferðalagi og tók því lengur en ella að taka eftir og kippa hlutunum í lag.

Ég biðst afsökunar á ónæðinu, mér sýnist hlutir eiga að vera komnir í gang aftur núna.

Endilega hikið ekki við að senda mér tölvupóst ef Partalistinn er bilaður, flýtir oft fyrir lagfæringum.

Thursday, March 12, 2009

Boð og bönn og ritstjórn

Fyrir nokkru bætti ég hljóðlega við þeim fítus að geta bannað notendum Partalistans að birta nýjar auglýsingar.

Enn sem komið er hefur þetta eingöngu verið notað til að banna þá sem reyna að auglýsa "multilevel-marketing" svikamyllur af ýmsum toga, hvort sem um er að ræða fæðubótarefni eða "get-rich-quick" kjaftæði.

Ef þú telur þig hafa verið ranglega bannaðan, þá er sjálfsagt mál að hafa samband og rökstyðja þitt mál. Hinsvegar áskil ég mér rétt til að beita þeirri ritstjórnarstefnu sem ég tel koma almennum notendum Partalistans best, þó það kunni að koma stökum auglýsendum illa.

Ég vil annars hvetja innskráða fastagesti Partalistans til að kíkja af og til í "Nýjasta nýtt" flokkinn og hjálpa mér að halda listanum góðum með því að tilkynna misnotkun þegar þið sjáið hana.

Ef menn hafa einhverjar spurningar eða tillögur, þá er líklega viðeigandi að nota comment-hala þessarar færslu til að ræða málin. Látið endilega heyra í ykkur.

Slökkt óvart á póstsendingum

Um nokkurt skeið núna hefur verið slökkt á póstsendingum Partalistans til þeirra sem vakta auglýsingar og vilja fá þær sendar jafnóðum.

Skýringin var mannleg mistök. Það sem mér sýnist hafa gerst er að þegar ég var síðast að vinna í kerfi Partalistans hef ég óvart eytt einni línu of mikið úr "crontab" skránni sem ræður hvenær lotubundin verk (þ.m.t. póstsendingar) eru framkvæmdar.

Ég hef nú (vonandi!) kippt þessu í lag.

Ég vil þakka kærlega þeim sem þrjóskuðust við að senda mér ítrekuð bréf um að þetta væri bilað. Ég hefði líklega mátt bregðast aðeins fyrr við þeim ábendingum. :-)

Monday, February 23, 2009

Skipt um gagnagrunn, afkastamælingar

Nú um helgina var skipt um gagnagrunn bak við leitarvél Partalistans. Engar breytingar urðu á virkni kerfisins, en markmiðið var að minnka minnisnotkun og undirbúa örari uppfærslur á innihaldi vélarinnar.

Í beinu framhaldi framkvæmdi ég afkastamælingar til að meta afköst Partalistans undir álagi. Svo virðist að kerfið geti svarað að um það bil 90 fyrirspurnum á sekúndu!

Ég held það sé bara nokkuð gott fyrir kerfi sem er alfarið skrifað í Perl... :-)

Friday, August 29, 2008

Leitarvélin lagfærð

Minniháttar bilun í leitarvélinni olli því um nokkurt skeið að engar auglýsingar á Partalistanum sjálfum fundust þegar leitað var, einungis auglýsingar á öðrum síðum.

Þetta hefur nú verið lagað, afsakið klúðrið!


# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)