.

Monday, February 23, 2009

Skipt um gagnagrunn, afkastamælingar

Nú um helgina var skipt um gagnagrunn bak við leitarvél Partalistans. Engar breytingar urðu á virkni kerfisins, en markmiðið var að minnka minnisnotkun og undirbúa örari uppfærslur á innihaldi vélarinnar.

Í beinu framhaldi framkvæmdi ég afkastamælingar til að meta afköst Partalistans undir álagi. Svo virðist að kerfið geti svarað að um það bil 90 fyrirspurnum á sekúndu!

Ég held það sé bara nokkuð gott fyrir kerfi sem er alfarið skrifað í Perl... :-)


# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)