.

Monday, February 23, 2009

Skipt um gagnagrunn, afkastamælingar

Nú um helgina var skipt um gagnagrunn bak við leitarvél Partalistans. Engar breytingar urðu á virkni kerfisins, en markmiðið var að minnka minnisnotkun og undirbúa örari uppfærslur á innihaldi vélarinnar.

Í beinu framhaldi framkvæmdi ég afkastamælingar til að meta afköst Partalistans undir álagi. Svo virðist að kerfið geti svarað að um það bil 90 fyrirspurnum á sekúndu!

Ég held það sé bara nokkuð gott fyrir kerfi sem er alfarið skrifað í Perl... :-)

4 comments:

Anonymous said...

Já en samt afspyrnu slapt.

Anonymous said...

Gerðu betur, kæri nafnleysingi. :-)

Auðvitað eru til hraðari kerfi, en þetta dugir Partalistanum fullkomnlega; vefurinn er hraður og léttur.

Athugaðu að til samanburðar er meðalleitartími af hörðum diski yfirleitt í kringum 10 ms, sem gefur u.þ.b. 100 fyrirspurnir/sek sem grunnafköst kerfis sem bara agfreiðir handahófskennt litlar skrár af diski. Vinnsla Partalistans er mun flóknari en það.

Gunnar Guðvarðarson said...

ég var að lagfæra server um daginn, hann var að keyra gegnum um 400 beiðnir á sek.

Bjarni Rúnar said...

Á síðasta vinnustaðnum mínum sá ég um viðhald og viðgerðir á kerfi sem afgreiddu tugþúsunda fyrirspurna... á sekúndu.

Kemur það málinu við?

Afkastamælingar miðast við aðstæður. Ég átti ekki von á að ná svona góðum afköstum úr kerfi sem er skrifað alfarið í Perl (gagnagrunnurinn þ.m.t.) og keyrir á samnýttum vélbúnaði.

Svo skiptir hönnun máli líka. Ef ég gef þér 10x fleiri tölvur, nærðu þá 10x meiri afköstum? Partalistinn gæti það nokkuð auðveldlega, en það sama á alls ekki við um flest SQL-háð kerfi.

Allavegna. Skál!# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)