.

Thursday, March 12, 2009

Boð og bönn og ritstjórn

Fyrir nokkru bætti ég hljóðlega við þeim fítus að geta bannað notendum Partalistans að birta nýjar auglýsingar.

Enn sem komið er hefur þetta eingöngu verið notað til að banna þá sem reyna að auglýsa "multilevel-marketing" svikamyllur af ýmsum toga, hvort sem um er að ræða fæðubótarefni eða "get-rich-quick" kjaftæði.

Ef þú telur þig hafa verið ranglega bannaðan, þá er sjálfsagt mál að hafa samband og rökstyðja þitt mál. Hinsvegar áskil ég mér rétt til að beita þeirri ritstjórnarstefnu sem ég tel koma almennum notendum Partalistans best, þó það kunni að koma stökum auglýsendum illa.

Ég vil annars hvetja innskráða fastagesti Partalistans til að kíkja af og til í "Nýjasta nýtt" flokkinn og hjálpa mér að halda listanum góðum með því að tilkynna misnotkun þegar þið sjáið hana.

Ef menn hafa einhverjar spurningar eða tillögur, þá er líklega viðeigandi að nota comment-hala þessarar færslu til að ræða málin. Látið endilega heyra í ykkur.

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er bara snilld og það veitir ekki af þessu.

Anonymous said...

Væri fínt ef hægt væri að gefa seljendum stjörnugjöf eins og á ebay-t.d. sérstaklega þegar þeir segjast selja eitthvað meira en raun verður eftir kaup# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)