.

Thursday, March 12, 2009

Slökkt óvart á póstsendingum

Um nokkurt skeið núna hefur verið slökkt á póstsendingum Partalistans til þeirra sem vakta auglýsingar og vilja fá þær sendar jafnóðum.

Skýringin var mannleg mistök. Það sem mér sýnist hafa gerst er að þegar ég var síðast að vinna í kerfi Partalistans hef ég óvart eytt einni línu of mikið úr "crontab" skránni sem ræður hvenær lotubundin verk (þ.m.t. póstsendingar) eru framkvæmdar.

Ég hef nú (vonandi!) kippt þessu í lag.

Ég vil þakka kærlega þeim sem þrjóskuðust við að senda mér ítrekuð bréf um að þetta væri bilað. Ég hefði líklega mátt bregðast aðeins fyrr við þeim ábendingum. :-)

1 comment:

haffi said...

duglegur strákur :)# (C) Copyright 2005-2008, Bjarni Rúnar Einarsson (hafa samband)